17.10.2025

Mikill áhugi á OK ráðstefnunni – Lausnir sem skapa forskot

OK ráðstefnan Lausnir sem skapa forskot fór fram á Hilton Reykjavík Nordica 16. október og tókst einstaklega vel.
Á ráðstefnunni komu saman sérfræðingar frá HP, HPE, Arrow, KPMG og OK og fjölluðu um lausnir sem skapa raunverulegt forskot í rekstri.

Gestir fengu innsýn í nýjustu strauma í upplýsingatækni, sjálfbærni, netöryggi og stafrænni starfsupplifun – og hvernig þessar lausnir nýtast fyrirtækjum í daglegu starfi.

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur á ráðstefnunni.

Myndir frá viðburðinum má sjá hér að neðan.

Deila frétt