Vélin er hönnuð fyrir fyrirtæki og sérfræðinga sem vilja keyra gervigreindarvinnslu á staðnum, án þess að treysta á skýjaþjónustu. Það gerir úrvinnsluna bæði hraðari, öruggari og sparar orku. ZGX Nano er ekki stærri en lítill kubbur á borði – en inniheldur afl þar sem áður þurfti stóran netþjón.
ZGX Nano er unnin úr endurunnum efnum og pakkningar tölvunnar innihalda að lágmarki 30 % endurunnið plast og yfir 93% endurunninn pappír.
- ZGX Nano er búin NVIDIA Grace Blackwell „super-chip“ örgjörva –sem sameinar 20 kjarna ARM CPU og öflugan GPU í einum kubbi. Afköstin eru yfir 1.000 TOPS og vélin ræður við AI-módel með allt að 200 milljarða færibreytum, án þess að þurfa að senda gögn út í skýið. Fyrirtæki geta því keyrt eigin gervigreindarverkefni – hvort sem það er þjálfun, myndgreining eða spálíkön á staðnum.
- Vélin notar sameinað minni (Unified Memory) – allt að 128 GB – sem deilist á milli CPU og GPU – sem tryggir hraðari úrvinnslu og minni flöskuhálsa. Hægt er að tengja tvær vélar saman til að vinna með módel allt að 400 milljörðum færibreytum byggja eigin reiknþyringu (e. AI-cluster) í litlu rými.
 
								 
								



