31.10.2025

HP ZGX Nano AI Station – borðtölva sem hugsar eins og gagnaver

HP ZGX Nano AI Station er borðtölva með yfir 1.000 TOPS í reikniafköstum, eða billjón aðgerðum á sekúndu. Hún getur framkvæmt verkefni sem áður þurfti heilt gagnaver. Sem dæmi getur hún greint þúsundir mynda á sekúndu, þýtt heila bók á örfáum sekúndum eða hlustað á og skráð niður fund í rauntíma, jafnvel á mörgum tungumálum samtímis. Vélin getur einnig greint myndbönd ramma fyrir ramma, búið til eða bætt myndir með gervigreind og unnið flókin gögn, svo sem um orkuframleiðslu, umferð eða veðurbreytingar – allt á staðnum, án þess að senda gögn í skýið.

Vélin er hönnuð fyrir fyrirtæki og sérfræðinga sem vilja keyra gervigreindarvinnslu á staðnum, án þess að treysta á skýjaþjónustu. Það gerir úrvinnsluna bæði hraðari, öruggari og sparar orku. ZGX Nano er ekki stærri en lítill kubbur á borði – en inniheldur afl þar sem áður þurfti stóran netþjón.

ZGX Nano er unnin úr endurunnum efnum og pakkningar tölvunnar innihalda að lágmarki 30 % endurunnið plast og yfir 93% endurunninn pappír.

Um ZGX Nano:
  • ZGX Nano er búin NVIDIA Grace Blackwell „super-chip“ örgjörva –sem sameinar 20 kjarna ARM CPU og öflugan GPU í einum kubbi. Afköstin eru yfir 1.000 TOPS og vélin ræður við AI-módel með allt að 200 milljarða færibreytum, án þess að þurfa að senda gögn út í skýið. Fyrirtæki geta því keyrt eigin gervigreindarverkefni – hvort sem það er þjálfun, myndgreining eða spálíkön á staðnum.
  • Vélin notar sameinað minni (Unified Memory) – allt að 128 GB – sem deilist á milli CPU og GPU – sem tryggir hraðari úrvinnslu og minni flöskuhálsa. Hægt er að tengja tvær vélar saman til að vinna með módel allt að 400 milljörðum færibreytum byggja  eigin reiknþyringu (e. AI-cluster) í litlu rými.
OK mun geta pantað HP ZGX Nano í nóvember 2025. Hægt er að hafa samband HÉR til þess að fá nánari upplýsingar um vöruna.
Deila frétt