16.09.2025

HP vinsælasta tölvumerkið í Bandaríkjunum

HP er nú vinsælasta tölvuvörumerkið í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu könnun ACSI (American Customer Satisfaction Survey 2025). HP stekkur fram úr Apple í nýjustu könnuninni, að sögn PC World.

Helstu niðurstöður:

  • Apple, Microsoft og Acer tapa öll þremur stigum.
  • Apple hlaut 82 stig og situr í öðru sæti. HP er efst með 83 stig.
  • Spjaldtölvur skera verr úr árið 2025, einkunn lækkar úr 81 í 77 stig.

Rannsókn byggð á yfir 16 þúsund svörum

ACSI sendi út þúsundir kannana til handahófsvalinna notenda; fékk alls 16.205 svör sem þessi könnun byggir á. Spurt var um upplifun með stærstu tölvuframleiðendum. Niðurstöðurnar byggja á væntingum, skynjun á gæðum og mati á verðmæti.

Spjaldtölvur dala

Í ár voru spjaldtölvur einnig teknar með í könnunina og Amazon bættist á lista framleiðenda. Þar sýna niðurstöðurnar mikinn samdrátt – einkunnin fór úr 81 stigum árið 2024 niður í 77 stig árið 2025.

HP styrkir stöðu sína á Íslandi

Á íslenskum markaði hefur HP sótt í sig veðrið, meðal annars út af sterkri áherslu á sjálfbærni og nýrri kynslóð af gervigreindar-PC vélum. Við sjáum fyrirtæki og einstaklinga hér á landi velja HP í auknum mæli, bæði út af öflugri og þeirri ábyrgð sem fylgir vörumerkinu.

Deila frétt