13.10.2025

Fangar raunveruleikann í 8K

HP Z Captis, ný stafræn efnisupptökulausn frá HP, verður frumsýnd á OK ráðstefnunni 16. október. Með HP Z Captis er hægt að umbreyta efni í stafrænt form fyrir 3D-hönnunarferli – í allt að 8K upplausn.

Lausnin virkar hnökralaust með Adobe Substance 3D Sampler og gerir notendum kleift að taka sýnishorn beint úr raunveruleikanum og umbreyta því í stafrænt efni.

„Með því að færa efni í stafrænt form eykst skilvirkni á öllum stigum – frá hönnun til framleiðslu og markaðssetningar. Með HP Z Captis er hægt að spara tíma, minnka kostnað og draga verulega úr efnisúrgangi. Þannig má segja að HP Z Captis sé brú milli hins áþreifanlega og hins stafræna heims — tæki sem gerir skapandi teymum kleift að fanga raunveruleikann og nota hann beint í hönnunar- og þróunarvinnu,“ segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK.

Lausnin hentar meðal annars fyrir arkitektúr og byggingahönnun, bíla- og iðnhönnun, tísku- og vefiðnað, leikjaiðnað og kvikmyndagerð, húsgagnagerð og iðnhönnun eða rannsóknir og nýsköpun af ýmsu tagi.
HP Z Captis var valin Best of Innovation á CES 2025 í Las Vegas fyrir framúrskarandi hönnun og tæknilega nýbreytni í aukabúnaði.

HP Z Captis verður til sýnis á ráðstefnu OK þann 16. október.

Lestu nánar um launina hér.

Deila frétt