Árlegt golfmót OK fór fram í Grafarholti í síðustu viku við frábærar aðstæður. Gott veður og góð stemning einkenndu daginn þar sem starfsfólk OK og gestir komu saman.
Að leik loknum var boðið upp á veitingar og haldin verðlaunaafhending þar sem sigurvegarar dagsins fengu viðurkenningu fyrir frammistöðu sína.
OK er einn af aðalstyrktaraðilum Golfklúbbs Reykjavíkur og styður sérstaklega við Grafarholtsvöll. Við þökkum öllum sem tóku þátt og hlökkum til að sjá ykkur á næsta ári.