Yealink hefur ekki haft undan á þessu ári að kynna nýjungar leiks. Á morgunfundi OK og Yealink mun Lucian Liu sérfræðingur frá Yealink svipta hulunni af alls konar spennandi lausnum sem streyma frá fyrirtækinu þessi dægrin.
Dagskrá;
08.45 – 09.15 – Skráning og morgunverður
09.15 – 09.30 – Velkomin
09.30 – 10.30 – Lucian Liu kynnir nýjungar í lausnaframboði Yealink.
- Fjórðu kynslóð fundakerfa sem nota gervigreind sem undirstöðu og fleiri myndavélum sem tryggir að allir þátttakendur sjáist, óháð staðsetningu.
- AV ONE, samþætt lausn sem sameinar hátalara, hljóðstýringu, AVoIP, stjórnkerfi og gervigreind í einni stýringu.
- Nýja Yealink MeetingDisplay upplýsingaskjái sem henta þeim sem vilja endurhanna fundarherbergi sín og færa sig í snjallari, sjálfstýrð og samhæfðari fjarfundakerfi.
- Næstu kynslóð Meetingboard PRO gagnvirku fundarherbergisskjáina sem búa yfir hærri upplausn, gervigreind sem styður myndvinnslu, öflugri hátalara og gríðarlega einfalt notendaviðmót.
- SkySound, hljóðbúnað fyrir stærri fundarherbergi og sali sem býður uppá fyrsta flokks hljóðupplifun. Lausnin tryggir skýrt og náttúrlegt samtal þar sem allir heyra og eru heyrðir, óháð fjarlægð eða hljóðvist í rýminu.
- Samþætting við Microsoft Device Ecosystem Platform (MDEP) og nýjar Android-lausnir.
10.30- 11.00 – Að lokinni kynningu munu sérfræðingar frá Yealink og OK veita ráðgjöf um hvaða lausnir henta þér og þínu fyrirtæki.
Komdu, upplifðu og prófaðu nýjustu Yealink lausnirnar.