05.08.2025

78% aukin framleiðni með réttum heyrnartólum

Heyrnartól sem eru sérsniðin fyrir vinnu geta aukið framleiðni um 78%, aukið upplifun viðskiptavina um 75% og eflt samvinnu um 74%, að því er fram kemur í nýrri greiningu HP Poly á notkun heyrnartóla í opnum rýmum eða í fjarvinnu.

Poly heyrnartólin eru hluti af heildstæðri hljóð- og myndlausn HP, sem sameinar nýsköpun og notendavæna hönnun fyrir blandað vinnuumhverfi.

  • HP Poly heyrnartól búa yfir skýru hljóði, þægindum og hnökralausum raddgæðum, óháð því hvar fólk er staðsett. 42% starfsmanna vinna í blönduðu eða samkvæmt fjarvinnufyrirkomulagi.

  • Hvort sem starfsmenn eru heima, á ferðinni, á skrifstofu eða í samvinnurými, þurfa þeir að halda tengslum við samstarfsfólk og viðskiptavini. Samkvæmt rannsókn Frost & Sullivan skiptir gríðarlega miklu máli að velja rétt heyrnartól fyrir starfsfólk, Framleiðni getur aukist um 78%, upplifun viðskiptavina aukist um 75% og ákvarðanataka yrði 74% skjótari með réttum heyrnartólum.
  • Heimurinn snýst í kringum UC (Unified Communications) eins og Microsoft Teams, Zoom, Google Workspace, GoTo og fleiri samvinnulausnir. Heyrnartól sem eru samþætt slíkum lausnum auka hæfni starfsmanna til að vinna með viðskiptavinum, samstarfsaðilum og teymum.  51% upplýsingatæknistjóra (ITDMs) hygðust auka fjárfestingu í vinnuheyrnartólum fyrir UC-lausnir á árunum 2023–2025.

  • Það skiptir máli að geta haft yfirsýn og stýringu yfir þau heyrnartól sem eru í notkun í fyrirtækjum. HP Poly heyrnartól er hægt að rekja og stýra miðlægt með einföldum hætti. Slíkt skapar hagræði, tíma og fyrirhöfn fyrir UT-deildir. Eitt skýjalausnarkerfi getur einfaldað innleiðingu og stjórnun á tugum, hundruðum eða jafnvel þúsundum heyrnartóla í fyrirtækjum, eins og með HP Poly Lens.

4 ways professional headsets improve hybrid work.

Heyrnartól í vefverslun OK. 

Deildu færslu