08.01.2026

Lyklaborð með innbyggðri tölvu

Nýjungar á CES 2026 frá HP: Tölva í lyklaborði og EliteBook X G2

Á tækniráðstefnunni CES 2026 í Las Vegas kynntu framleiðendur frá öllum heimshornum nýjungar sem munu móta framtíðina. Meðal þess sem var til sýnis voru ótrúleg tæki, allt frá vélmennum sem aðstoða við húsverkin, upprúllanlegum sjónvörpum, samanbrjótanlegra spjaldtölva til snjallra lego kubba.

HP var á staðnum og kynnti tvær spennandi nýjungar sem vekja mikla athygli: EliteBoard G1a, lyklaborð með innbyggðri tölvu, og EliteBook X G2, nýja kynslóð af einni af þeirra allra flottustu fartölvulínum.

EliteBoard G1a: Lyklaborð með innbyggðri tölvu

HP kynnti á CES 2026 nýja og ótrúlega tækni: EliteBoard G1a, lyklaborð sem kemur með innbyggðri tölvu. Þetta er lausn sem eykur möguleika vinnustaða þegar kemur að samsetningu tölvuflota.

EliteBoard G1a er með AMD örgjörva og býður upp á afköst sem eru sambærileg og venjuleg fartölva. Það vegur aðeins 750 gr þannig að það er auðvelt að taka með sér og það hefur Poly hljóðnema og hátalara innbyggða. Það tengist við skjá með einni snúru og veitir notendum hratt og auðvelt aðgang að tölvuviðmóti án þess að þurfa að hafa eina staðlaða fartölvu.

Eliteboard G1a er sérstaklega gagnlegt fyrir:

  • Skrifstofur þar sem pláss er takmarkað
  • Notendur sem tengja fartölvuna sína við skjá, en nýta sjaldnast skjáinn á tölvunni
  • Fundarherbergi sem þarfnast tölvu á staðnum
  • Skrifstofur þar sem starfsmenn skipta reglulega um sæti

„HP EliteBoard G1a markar sannarlega nýja tíma í vinnuumhverfi. Það að hafa AI-tölvu innbyggða í lyklaborð breytir leiknum. Fyrirtæki eru í auknum mæli að leita leiða til að einfalda, straumlínulaga og gera starfsfólki kleift að vinna á sínum eigin forsendum. EliteBoard G1a er nákvæmlega sú tegund lausnar sem brýtur upp gamla skrifborðsformið og opnar dyr að raunverulegri sveigjanleika,“ segir Trausti Eiríksson vörustjóri PC lausna hjá OK

Reiknað er með að EliteBoard G1a verði fáanlegt hjá OK á vormánuðum.

Nánari upplýsingar um EliteBoard G1a

EliteBook X G2: Ný kynslóð með snjallgervigreind

HP kynnti einnig nýja kynslóð af hinni sívinsælu EliteBook X línu. EliteBook X G2 er með nýjustu örgjörvum frá helstu framleiðendum og er búin gervigreind sem aðlagar sig að verkefnum notandans. Þetta gerir hana meira en bara venjulega fartölvu, hún verður fyrst fyrirtækja-fartölvan á markaðnum með örgjörva sem styður 85 TOPS, sem þýðir að hún er tilvalin fyrir verkefni sem krefjast mikillar gervigreindarútreikninga, eins og myndgreiningu, rauntímatalgreiningu, eða flóknar gagnagreiningar.

EliteBook X G2 vegur aðeins 1 kg, kemur með rafhlöðu sem endist allan vinnudaginn og nýjum gervigreindar eiginleikum sem veita hraðari útreikninga, lengri rafhlöðuendingu og betri orkunýtingu. Tölvan er líka snjallari en fyrri kynslóðir, þar sem hún veit nákvæmlega hvenær hún þarf á afli að halda og hvenær ekki, sem hjálpar til við að spara orku.

Að auki kemur EliteBook X G2 með öllum öryggiseiginleikum sem HP er þekkt fyrir. Þar sem HP hannar sín tæki frá grunni, geta þeir bætt við öryggiseiginleikum sem aðrir framleiðendur geta ekki boðið uppá á sama hátt.

Elitebook X G2 kemur með margverðlaunuðum Poly hljóð- og myndbúnaði, auk þess sem hún er framleidd úr endurunnu magnesíum, sem gerir hana að einum af umhverfisvænustu fartölvum heims.

EliteBook X G2 er áætlað að koma í sölu hjá OK á vormánuðum.

Nánari upplýsingar um EliteBook X G2

 

Deildu færslu

Nýjasta bloggfærsla