19.12.2025

Síminn kaupir OK

Síminn hf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Opnum kerfum hf. (OK). Kaupin eru liður í stefnu Símans um að styrkja þjónustu sína á sviði upplýsingatækni.Kaupin styrkja stöðu OK og styðja við áframhaldandi starfsemi félagsins.Þau undirstrika jafnframt sterka stöðu félagsins.OK mun áfram starfa sem sjálfstætt félag. Rekstur félagsins, þjónusta við viðskiptavini og núverandi samningar haldast óbreyttir.

„Þessi breyting hefur ekki áhrif á daglegan rekstur OK. Við munum áfram leggja áherslu á trausta þjónustu við viðskiptavini okkar,“ segir Gunnar Zoega, forstjóri OK.

Frekari upplýsingar um næstu skref verða kynntar þegar þær liggja fyrir.

Deila frétt

Nýjustu fréttir