OK fær endurnýjun á ISO 27001 vottun
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að ISO 27001 vottun OK hefur verið endurnýjuð til næstu þriggja ára. Þetta er mikilvæg staðfesting á því öryggis- og gæðastarfi sem unnið hefur verið markvisst að innan fyrirtækisins og undirstrikar samfellda skuldbindingu okkar um öruggan og traustan rekstur fyrir okkar viðskiptavini.
ISO 27001 er alþjóðlegur staðall sem setur fram kröfur um öflugt stjórnkerfi upplýsingaöryggis. Endurnýjun vottunar tryggir að fyrirtæki fylgi skýrum og ströngum ferlum til að vernda trúnað, heillindi og aðgengi upplýsinga. Slík vottun er lykilatriði fyrir örugga hýsingu og veitir viðskiptavinum traust um að gögn þeirra séu vernduð gegn óheimilum aðgangi, gagnatapi og öryggisógnum.

„ISO27001 staðalinn þegar hann er rétt innleiddur er mjög mikilvægur fyrir rekstrar- og hýsingarfyrirtæki eins og OK og endurnýjun vottunar er ákveðin staðfesting á okkar verklagi og styrkir traust sem viðskiptavinir okkar setja á okkur.“
– Arnar S. Gunnarsson, gæða- og öryggisstjóri OK
Endurnýjunin nær yfir alla þjónustu OK sem tengist rekstri og hýsingu, þar á meðal gagnaver, þjónustulausnir og öryggismál.
Við erum afar stolt af frábæru teymi okkar sem hefur unnið markvisst að ferlum og umbótum síðustu misseri. Hún staðfestir að við höldum áfram að uppfylla ströngustu kröfur um upplýsingaöryggi og styður áframhaldandi þróun, gæði og öryggi í starfsemi OK.




