21.10.2025

HP Wolf Security – ósýnilegi öryggisvörðurinn á skrifstofunni

HP Wolf Security – ósýnilegi öryggisvörðurinn á skrifstofunni

Öryggi er ekki lengur bara á ábyrgð tæknideildar í fyrirtækjum heldur hluti af daglegri vinnu allra starfsmanna. Hvort sem þú vinnur á skrifstofu, heima eða ert á ferðinni er tölvan stöðugt tengd við umheiminn – og þar bíða ótal hættur.

Þar kemur HP Wolf Security til skjalanna; öryggislausn sem ver HP tölvur gegn hættum á netinu, óháð því hvort þeir smella á rangan hlekk, opna sýkt viðhengi eða nota ótryggt net. Það má líkja HP Wolf sem blöndu af vélbúnaði, hugbúnaði og gervigreind; lausn sem er hönnuð til þess að verja gögn notanda.

  1. Öryggi án erfiðis

HP Wolf Security vinnur sjálfkrafa í bakgrunni. Þú þarft ekki að huga að uppfærslum, eldveggjum eða vírusvörnum – lausnin sér um það eitt og sér.

  1. Vernd gegn hættulegum vefsvæðum og tölvupósti

HP Sure Click, sem er hluti af HP Wolf lausninni, tryggir að vafragluggar og viðhengi séu opnuð í einangruðu og  öruggu svæði. Þó að notanda smelli á “smitaðan hlekk” kemst óværan ekki í tölvu notandans.

  1. Ver grunnkerfi tölvunnar

Ef árás eða villa skemmir BIOS-kerfið (grunnkerfi tölvunnar), getur HP Sure Start, sem er einnig hluti af HP Wolf, sjálfkrafa endurheimt það í öruggt ástand.

  1. Hugarró – heima og á skrifstofu

Starfsfólk vinnur í dag á mörgum stöðum: heima, í kaffihúsum, á ferðinni. HP Wolf Security verndar notanda óháð stað og stund og hjálpar fyrirtækjum að viðhalda öryggi án flókinna lausna.

HP Wolf Security hentar öllum fyrirtækjum sem vilja:

  • Draga úr hættu á tölvuárásum
  • Auka öryggi án þess að flækja notkun
  • Verja trúnaðarupplýsingar viðskiptavina og starfsmanna
  • Gefa starfsmönnum frelsi til að vinna hvar sem er

HP Wolf Security er ekki viðbót heldur hluti af tölvunni frá fyrsta degi.

Þegar öryggi er sjálfvirkt, ósýnilegt og áreiðanlegt fær starfsfólk meira rými til að vinna, skapa og hugsa.

Lestu nánar um HP Wolf Security hér.

Deildu færslu