Search
Close this search box.

25.04.2025

Styður þín tölva Windows 11?

Frá og með 14. október næstkomandi mun Microsoft hætta öryggisuppfærslum, tækniaðstoð og öðrum uppfærslum fyrir Windows 10. Þó að tölvan þín styðji ekki Windows 11 mun hún virka áfram en hún verður viðkvæmari fyrir öryggisógnum án reglulegra uppfærslna og með tímanum munu ákveðin forrit hætta að virka sem skyldi.

Við mælum því með að þú uppfærir vélina þína í Windows 11. Ef hún styður ekki Windows 11 getum við boðið tilboð á frábærum HP tölvubúnaði, sem er hannaður til þess að nýta möguleika Windows 11 til fulls. HP tölvubúnaður með Windows 11 skapar aukið öryggi, tryggir aukna framlegð og hnökralausa samvinnu.

Kostir þess að uppfæra í Windows 11

Windows 11 byggir á styrkleikum og kunnuglegri notendaupplifun Windows. Nýjar tölvur með Windows 11 eru öruggari, skilvirkari og tryggja aukin afköst – hvort sem þær eru notaðar í vinnu, skóla eða til skemmtunar.

  • Aukið öryggi: Windows 11 veitir öruggt umhverfi með þróuðum öryggiseiginleikum eins og TPM 2.0, sem geymir dulritunarlykla á öruggan hátt. Einnig er Smart App Control í boði í nýjum uppsetningum af Windows 11. Þekktum öryggishættum fækkaði um 62% í tölvum með Windows 11 samanborið við Windows 10. Windows 11 kemur einnig með Windows Hello Enhanced Sign-in Security sem getur nýtt myndavél tölvunnar til að skrá inn notendann á öruggann hátt.
  • Einstök upplifun: Windows 11 heldur kunnuglegri notendaupplifun frá Windows 10, með samræmdu útliti og virkni, en býr einnig yfir nútímalegra og straumlínulagaðra notendaviðmóti. Lykilþættir eins og Start valmyndin og verkefnastikan hafa verið uppfærð en flest er sambærilegt og notendur þekkja frá Windows 10.
  • Betri frammistaða: Snap Layouts og Multiple desktops tryggja gott skipulag. Með Snap Layouts er hægt skipuleggja opna glugga og fínstilla skjárýmið sem gerir fjölverkavinnslu auðveldari. Fjölmörg skjáborð er frábær leið til að halda skipulagi á ótengdum verkefnum  – eða til að skipta fljótt á milli skjáborða fyrir fundi.
  • Aukinn orkusparnaður: Hönnun sem tekur tillit til orkunýtingar með eiginleikum eins og orkusparnaðarstillingum og eykur líftíma rafhlöðu ef um fartölvu sé að ræða.
  • Copilot: Með Copilot geturðu fengið einföld svör, lært, vaxið og öðlast sjálfstraust. Copilot brýtur niður flókin hugtök og hjálpar þér að skilja betur. Auðvelt aðgengi beint úr verkefnastikunni í Windows eða með Copilot-takkanum á nýjum Windows 11 tölvum.

Lágmarkskröfur fyrir Windows 11

Hér eru lágmarkskröfur Microsoft þegar kemur að vinnsluminni, geymslu, örgjörva og skjákorti:

  • Að minnsta kosti 4 GB af vinnsluminni (RAM).

  • Að minnsta kosti 64 GB af lausu geymsluplássi.

  • Einn af örgjörvum sem eru opinberlega samþykktir fyrir Windows 11; AMD-, Intel- og Qualcomm.

  • Skjákort sem styður DirectX 12 og er samhæft við Windows Display Driver Model (WDDM) 2.0 eða nýrri útgáfu.

Þú getur skoðað hvort núverandi Windows 10 tölva uppfylli lágmarksskilyrði með tveimur innbyggðum forritum. Byrjaðu á því að opna DirectX greiningartólið (DirectX Diagnostic Tool) með því að slá inn dxdiag í leitargluggann á verkstikunni og ýta á Enter. Þegar tólið opnast sérðu heiti örgjörvans, hámarks RAM-magn og útgáfu DirectX á flipanum System. Gakktu úr skugga um að örgjörvinn þinn sé á einum af þremur fyrrnefndum listum. Til að athuga hvaða WDDM-útgáfu þú ert með, smelltu á flipann Display og skoðaðu kaflann Drivers.

Hér er hægt að skoða nánar hvort tölvan þín uppfylli lágmarksviðmið fyrir Windows 11. 

Skoða HP tölvubúnað með Windows 11 í vefverslun OK. 

Deildu færslu