Opin kerfi hefur starfað frá 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir viðskiptavinum bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Opin kerfi á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt  skeið eins og t.d. HP og HPE,  Microsoft, Cisco, Redhat og mörg fleiri. Fyrirtækið er vottað samkvæmt ISO/IEC 27001 staðlinum.

Gildi Opinna kerfa eru opinn hugur, heiðarleiki, eitt lið og sigurvilji.

Opin Kerfi byggir á traustum grunni reyndra lausna og er fyrsti valkostur kröfuharðra viðskiptavina.

Viðskiptavinir geta ávallt treyst því að þeir fái faglega þjónustu og ráðgjöf sem grundvallast af þeirra þörfum.

Opin Kerfi metur á hverjum tíma fýsileika búnaðar og lausna þannig að lausnir þjóni viðskiptavinum og hagsmunum fyrirtækisins sem best.

Opin Kerfi hefur sterk tengsl við öfluga birgja sem opnar alþjóðleg viðskiptatækifæri.

Hjá Opnum Kerfum starfar samhentur hópur fólks sem hefur góða þekkingu og innsýn í heildarþarfir rekstrar og afburðaþekkingu á upplýsingatæknimálum.

Vinnuaðstaða og lærdómsríkt vinnuumhverfi gerir fyrirtækið að eftirsóttasta vinnustað upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi.

Nánar um strauma og stefnur

Viðburðir - Yfirlit

Viðburðir á næstunni

26.04.2017

08:30 - 10:20

Samþætt skýjalausn og hvað appið er að gera?

• Berð þú ábyrgð á flóknu tækniumhverfi? • Viltu fá betri yfirsýn yfir blandað rekstrarumhverfi? • Vinnur þú að þróun appa? • Skiptir appið þig máli? • Viltu fylgjast með í rauntíma? Ef svarið er já, kíktu í kaffi til okkar! Opin kerfi í samvinnu við HPe og AM Partner býður til morgunverðarfundar þar sem…

27.04.2017

08:30 - 10:20

Öryggi upplýsingakerfa og aukin persónuvernd - Maí 2018

• Hefur þú eitthvað að óttast? • Hvers virði eru gögnin þín? • Liggur eitthvað á glámbekk? • Persónuvernd - ertu tilbúin(n) fyrir maí 2018? ArcSight er öflug lausn frá HPe sem skannar og leitar að veilum í öryggisvörnum, greinir og forgangsraðar öryggisveilum í rauntíma, svo hægt sé að bregðast við þeim í tæka tíð.…

09.05.2017

08:30 - 10:15

Gögnin á sveimi - undir þinni stjórn

Fleiri og fleiri fyrirtæki eru að færa sig í skýið alveg eða að hluta til. Skýjalausnir eru oft algengustu lausnirnar fyrir fyrirtæki sem eru að huga að breytingu á skipulagi upplýsingatækniumhverfisins. Hefur þú skoðað hvort það henti þínum rekstri? Opin Kerfi býður til spennandi morgunverðarfundar þriðjudaginn 9. maí nk þar sem við fáum til okkar…

Mannauður

Vinnustaðurinn Opin kerfi býður upp á krefjandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsmenn eru hvattir til þess að vera sjálfstæðir í starfi og hafa töluverð áhrif á eigið starfsumhverfi. Opin kerfi hefur flatt stjórnskipulag sem styður við það jafningjasamfélag sem vinnustaðurinn einkennist af óháð tegund starfa.  

Nánar

Markaðsmál

Markaðsstarf Opinna Kerfa er margbreytilegt og flæðir út í ýmsa króka og kima. Í bland við hefðbundnar auglýsingar og auglýsingamiðla þá höldum við fjölmarga viðburði ár hvert, látum vita af okkur á samfélagsmiðlun, höldum úti OK veitunni og gerum heiðarlega tilraun til að ná athygli fólks sem víðast. Hér má…

Nánar

Fyrirtækið

Opin kerfi hf. Opin kerfi hefur starfað frá 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði. Opin kerfi er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn ávallt í fyrirrúmi. Reynsla og þekking…

Nánar