Laus störf

 

Vinnustaðurinn Opin kerfi

Opin kerfi sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna auk þjónustu. Opin kerfi býður upp á krefjandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsmenn eru hvattir til þess að vera sjálfstæðir í starfi og hafa töluverð áhrif á eigið starfsumhverfi. Opin kerfi hefur flatt stjórnskipulag sem styður við það jafningjasamfélag sem vinnustaðurinn einkennist af óháð tegund starfa.

 

Einkenni OK týpunnar

OK týpan er einstaklega sjálfstæð í vinnubrögðum, hefur mikinn metnað og er tilbúin að leggja mikið á sig til að ná árangri. Hún vill vera í sigurliðinu og hafa tækifæri til þess að móta starfsumhverfi sitt og hafa áhrif á þá uppbyggingu sem á sér stað hjá liðinu hennar. OK týpan er líka félagsvera sem nýtur sín vel í samhentum hópi þar sem allir leggjast á eitt og hún finnur sterkan samhljóm með gildum fyrirtækisins: Eitt lið, sigurvilji, heiðarleiki og opinn hugur.

Störf í boði

Því miður eru engin störf laus þessa stundina en við hvetjum áhugasama um að senda okkur almenna atvinnuumsókn á Elínu Gränz, mannauðsstjóra, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Haldið er utan um allar umsóknir sem berast og eru þær geymdar í 6 mánuði eftir móttöku. Eftir þann tíma er þeim eytt. Ef ekki hefur komið til ráðningar innan þess tíma og enn er óskað eftir starfi, þarf að sækja um það á ný.

Óski umsækjandi þess að umsókn verði eytt innan ofangreindra tímamarka þá vinsamlegast hafið samband við okkur.

Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.