Laus störf

 

Vinnustaðurinn Opin kerfi

Opin kerfi sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna auk þjónustu. Opin kerfi býður upp á krefjandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsmenn eru hvattir til þess að vera sjálfstæðir í starfi og hafa töluverð áhrif á eigið starfsumhverfi. Opin kerfi hefur flatt stjórnskipulag sem styður við það jafningjasamfélag sem vinnustaðurinn einkennist af óháð tegund starfa.

 

Einkenni OK týpunnar

OK týpan er einstaklega sjálfstæð í vinnubrögðum, hefur mikinn metnað og er tilbúin að leggja mikið á sig til að ná árangri. Hún vill vera í sigurliðinu og hafa tækifæri til þess að móta starfsumhverfi sitt og hafa áhrif á þá uppbyggingu sem á sér stað hjá liðinu hennar. OK týpan er líka félagsvera sem nýtur sín vel í samhentum hópi þar sem allir leggjast á eitt og hún finnur sterkan samhljóm með gildum fyrirtækisins: Eitt lið, sigurvilji, heiðarleiki og opinn hugur.

Störf í boði

Sérfræðingur í þjónustusölu og hýsingu - Opin Kerfi

Starfið felst í sölu og ráðgjöf á hýsingar -og rekstraþjónustu til nýrra og núverandi viðskiptavina félagsins ásamt þátttöku í áframhaldandi þróun og uppbyggingu þjónustunnar. Markmiðið með starfinu er að bæta við sölusérfræðing í söluteymi félagsins til að tryggja framúraskarandi þjónustu til viðskiptavina vegna ört vaxandi verkefnastöðu.

Ábyrgðasvið

Öflun nýrra viðskiptavina
Tilboðs- og útboðsgerð
Viðskiptastýring og ráðgjöf til núverandi viðskiptavina


Færni og eiginleikar

Frammúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði
Sjálfstæði í störfum
Skipulögð vinnubrögð
Auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti
Þekking og innsýn á upplýsingatæknimarkaði


Menntun og reynsla

Reynsla af þjónustusölu eða sambærilegu skilyrði.
Menntun sem nýtist í starfi.
Um er að ræða krefjandi starf á skemmtilegum vinnustað þar sem reynir á samskiptahæfileika og viðskiptavit við kröfuharða viðskiptavini. Starfið hentar þjónustulunduðum einstaklingi sem hefur tæknilega þekkingu, reynslu af sölu og elskar að vera í samskiptum við fólk.

 

Opin Kerfi sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna auk þjónustu. Félagið býður upp á krefjandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsmenn eru hvattir til þess að vera sjálfstæðir í starfi enda hafa þeir töluverð áhrif á eigið starfsumhverfi. Á staðnum er frábært mötuneyti þar áhersla er lögð á hollustu og mat unninn frá grunni ásamt öflugri skemmtinefnd sem sér til þess að öllum líði vel og hafi gaman í leik og starfi. Í fyrirtækinu er flatt stjórnskipulag sem styður við það jafningjasamfélag sem vinnustaðurinn einkennist af óháð tegund starfa.

Sækja má um starfið á vef Hagvangs. 

Umsóknarfrestur er til: 17.04.2016.