Þjónusta Opinna kerfa

Opin kerfi hafa að leiðarljósi í starfsemi sinni að veita framúrskarandi þjónustu

Þjónustulógó á vef Opinna kerfaÍ starfsemi sinni hefur Opin kerfi að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu, byggja upp traust og gott samstarf við viðskiptavini og uppfylla ítrustu kröfur um sérfræðiþekkingu, hagkvæmni, sveigjanleika og skjót viðbrögð.  Þjónustustjórnun er skilvirk og hagkvæm aðferð til að halda uppi háu þjónustustigi. Reynslan af beitingu þjónustustjórnunar sýnir að ef vel er staðið að þjónustunni megi sjá merki þess í aukinni ánægju allra hagsmunaaðila. Opin kerfi mælir árangur í þjónustu og ánægju viðskiptavina með reglulegum þjónustukönnunum og leggur áherslu á að uppfylla væntingar viðskiptavina með því að:

  • þekkja starfsemi viðskiptavina sinna og fylgjast með þróun hennar
  • upplýsa viðskiptavini um þá þjónustu sem Opin kerfi veitir
  • varðveita orðspor sitt
  • bjóða besta mögulega verð
  • veita persónulega þjónustu
  • bregðast skjótt við beiðnum
  • gefa hófleg loforð sem staðið er við
  • tileinka sér markviss samskipti

ITIL er ein útbreiddasta aðferðafræðin fyrir altæka stjórnun þjónustu- og verkferla í heiminum í dag. ITIL er heildstætt safn bestu aðferða til stjórnunar þjónustuferla, sem stuðlar að árangursríkum rekstri með góðri nýtingu upplýsingakerfa. Opin kerfi er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem innleiðir þessa hugmyndafræði og nýtir hana í daglegum störfum. Félagið hefur haft veg og vanda af útbreiðslu ITIL á meðal íslenskra fyrirtækja og í þeim tilgangi haldið námskeið fyrir stjórnendur í upplýsingatæknigeiranum.

Ráðgjafar Opinna kerfa bjóða viðskiptavinum ráðgjöf um leiðir til hagræðingar og sparnaðar á grundvelli yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu. Hvort sem ráðgjöfin snýr að því að ná hámarksarðsemi úr Microsoft umhverfi, meta arðsemi af innleiðingu hugbúnaðar, hámarka nýtingu vélbúnaðar eða framkvæma heilstætt mat með heildarúttekt á rekstrarumhverfi, geta sérfræðingar Opinna kerfa aðstoðað viðskiptavini við að setja fram markvissar og raunhæfar áætlanir og veitt öflugan stuðning við að ná þeim.

Þjónustustig

Lögð er áhersla á að allir starfsmenn viðhafi stöðluð vinnubrögð þannig að viðskiptavinur upplifi samræmda þjónustu.

1. STIGS ÞJÓNUSTA 2. STIGS ÞJÓNUSTA 3. STIGS ÞJÓNUSTA
Almenn þjónusta í þjónustuveri þar sem þjónustufulltrúar svara í síma 570 1000 á milli kl. 8:30 og 17:00. Veitt er 1. stigs þjónusta með það að markmiði að geta leyst úr 65% símtala við fyrstu innhringingu, hvort sem um er að ræða þjónustu eða sölu. Fáist ekki lausn á fyrsta stigi er beiðninni vísað til 2. stigs þjónustu og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála. Tækniþjónusta sem tekur við beiðnum frá þjónustuveri, hvorttveggja sem er vegna þjónustu eða sölu og leysir úr þeim eða vísar beiðni til 3. stigs ráðgjafa- og sérfræðiþjónustu. Tækniþjónustan er veitt af fagmenntuðum tæknimönnum allan sólarhringinn, alla daga ársins og sinnir óskum viðskiptavina um þjónustu utan hefðbundins dagvinnutíma. Ef ekki reynist unnt að leysa beiðnina á 2. stigi er henni vísað til 3. stigs þjónustu og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála. Sérfræðiþjónusta veitt af fagmenntuðum ráðgjöfum með mikla reynslu í að sinna flóknum uppsetningum, innleiðingum og rekstrarfrávikum. Ráðgjafa- og sérfræðiþjónustan tekur við beiðnum frá þjónustuveri og tækniþjónustu. Ef ekki reynist unnt að leysa beiðnina á þessu stigi er henni beint til erlendu birgjanna og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála.