Lausnir

 

Kynntu þér lausnaframboð Opinna kerfa

Opin Kerfi hefur á að skipa öflugu teymi sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni, t.a.m. á sviði vélbúnaðar, grunnkerfa, netkerfa, samskiptalausna, skrifstofulausna og annarra hugbúnaðarlausna. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa unnið við ráðgjöf, þjónustu og innleiðingu, upplýsingatæknilausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. 

Ráðgjafar Opinna kerfa bjóða einnig viðskiptavinum ráðgjöf um leiðir til hagræðingar og sparnaðar á grundvelli yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu. Hvort sem ráðgjöfin snýr að því  að ná hámarksarðsemi úr Microsoft-umhverfi, meta arðsemi af innleiðingu opins hugbúnaðar, hámarka nýtingu vélbúnaðar eða að framkvæma heilstætt mat með heildarúttekt á rekstrarumhverfi, geta sérfræðingar Opinna kerfa aðstoðað viðskiptavini við að setja fram markvissar og raunhæfar áætlanir og veitt öflugan stuðning við að ná þeim.