Eigðu eða leigðu starfsmannabúnaðinn

 

Opin kerfi hefur í nokkurn tíma boðið viðskiptavinum þann möguleika að leigja starfsmanna- og/eða búnað fyrir fyrirtækið. Þannig minnkar fjárbinding, kostnaður á á mánuði verður þekktur og áætlunagerð auðveldari.

Þú greiðir fasta upphæð á mánuði í 3 ár og því er ekki þörf að leggja út fyrir öllum kostnaði í einu. Kostnaður við hvern starfsmann er á hreinu og ábyrgð er á búnaðinum út samningstímann. Að samningstíma loknum er mögulegt að endurnýja búnaðinn.

Dæmi um starfsmannabúnað gæti verið allt sem þarf til að setja upp fasta eða hreyfanlega vinnustöð jafnvel ásamt hugbúnaði. 

Annar búnaður sem fyrirtækið þarfnast eins og prentarar og netþjónar geta líka fallið undir samninginn.

Lesa meira

Opin kerfi hlýtur meistaragráðu frá Cisco fyrst íslenskra fyrirtækja

 

Opin kerfi hf. var nýlega fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta alþjóðlega meistaravottun frá Cisco®; Cloud and Managed Services Master. Opin kerfi hefur undanfarin misseri aukið áherslu á samstarf og þjónustu við erlend stórfyrirtæki sem reka tölvuver sín í gagnaverum hérlendis í nánu samstarfi við Verne Global. CMSP vottunin eflir samkeppnishæfni Opinna Kerfa og gerir Ísland að enn vænlegri kosti fyrir kröfuharða viðskiptavini.

Þessi vottun bætist við fjölda annarra sérhæfinga sem sérfræðingar Opinna kerfa hafa aflað sér og setur fyrirtækið í hóp þeirra sem hafa framúrskarandi þekkingu til að selja og þjónusta skýjalausnir byggðar á Cisco lausnum.

Lesa meira