Laus störf

 

Vinnustaðurinn Opin kerfi

Opin kerfi sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna auk þjónustu. Opin kerfi býður upp á krefjandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsmenn eru hvattir til þess að vera sjálfstæðir í starfi og hafa töluverð áhrif á eigið starfsumhverfi. Opin kerfi hefur flatt stjórnskipulag sem styður við það jafningjasamfélag sem vinnustaðurinn einkennist af óháð tegund starfa.

 

Einkenni OK týpunnar

OK týpan er einstaklega sjálfstæð í vinnubrögðum, hefur mikinn metnað og er tilbúin að leggja mikið á sig til að ná árangri. Hún vill vera í sigurliðinu og hafa tækifæri til þess að móta starfsumhverfi sitt og hafa áhrif á þá uppbyggingu sem á sér stað hjá liðinu hennar. OK týpan er líka félagsvera sem nýtur sín vel í samhentum hópi þar sem allir leggjast á eitt og hún finnur sterkan samhljóm með gildum fyrirtækisins: Eitt lið, sigurvilji, heiðarleiki og opinn hugur.

Störf í boði

Sérfræðingur netlausnir | Sérfræðingur á tækniborði | Söluráðgjöf netlausna | Viðskiptastýring notendalausna

 

Sérfræðingur netlausnir

Sérfræðingur sinnir ráðgjöf og þjónustu á netkerfum til viðskiptavina. Þetta starf hentar einstaklingi með djúpa þekkingu á netlausnum, reynslu af markaðnum og sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni með skemmtilegu fólki.

Helstu verkþættir og ábyrgðasvið

 • Hönnun og ráðgjöf
 • Rekstur
 • Þarfagreining
 • Bilanagreining
 • Uppsetning

Þekking, menntun og reynsla

 • BGP, MPLS, IS-IS, OSPF
 • IOS-XR, IOS-XE, IOS, ASA, NX-OS)
 • Reynslu af stórum netkerfum
 • Cisco prófgráður (CCNA og hærra)

Færni og eiginleikar til þess að sinna starfinu

 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Gagnrýn hugsun
Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson, thorir(at)hagvangur.is

Umsóknarfrestur:
Til og með 29.11.2015
 
 

 

Sérfræðingur á tækniborði

Sérfræðingur sem sinnir rekstrarþjónustu til samningsbundinna viðskiptavina félagsins.  Þetta starf er tækifæri fyrir einstakling sem hefur grunnþekkingu á stýrikerfum og útstöðvarekstri, hann hefur jafnframt smá reynslu af þjónustu og brennandi áhuga á upplýsingatækni. Ákjósanlegur aldur er 20 – 30 ára.

Helstu verkþættir og ábyrgðasvið

 • Rekstur á útstöðvum
 • Rekstur á miðlægum búnaði og þjónustum
 • Rekstur á hýsingarþjónustum
 • Skjölun aðgerða

Þekking, menntun og reynsla

 • Víðtæk þekking á útstöðvarekstri
 • Þekking á Microsoft „Active Directory“
 • Þekking á netkerfum
 • Þekking á“ Open source“ stýrikerfum
 • 1-2 ára reynsla í UT þjónustu (skilyrði)
 • Stúdentspróf

Færni og eiginleikar til þess að sinna starfinu

 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Framúrskarandi þjónustulund
Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson, thorir(at)hagvangur.is

Umsóknarfrestur:
Til og með 29.11.2015
 
 

 

Söluráðgjöf netlausna

Sala og ráðgjöf á netlausnum til viðskiptavina og aðstoða við vörustýringu. Þetta er frábært tækifæri fyrir ungan einstakling sem hefur eldmóð og brennandi áhuga á tækni, til að  læra nýja hluti, þróast og þroskast í starfi.  Ákjósanlegur aldur fyrir starfið er á bilinu 20 - 30 ára þar sem menntun getur verið allt frá góðu stúdentsprófi yfir í BS gráðu eða sambærilegt.

Helstu verkþættir og ábyrgðasvið

 • Sala og ráðgjöf
 • Þekkingaröflun á sviði netlausna 
 • Miðlun á  vöru- og lausnaþekkingu

Þekking, menntun og reynsla

 • Þekking og reynsla á sölu og þjónustu
 • Þekking og áhugi á netbúnaði og lausnum
 • Nám sem nýtist í starfi
 • Góð þekking á MS Office forritum

Færni og eiginleikar til þess að sinna starfinu

 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Framúrskarandi þjónustulund
Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson, thorir(at)hagvangur.is

Umsóknarfrestur:
Til og með 29.11.2015
 
 

 

Sérfræðingur netlausnir

Sala og ráðgjöf til viðskiptavina, aðstoð við vörustýringu og töluverð samskipti við erlenda birgja. Þetta er frábært tækifæri fyrir ungan og óreyndan einstakling sem hefur eldmóð og brennandi áhuga á tækni,  til að læra nýja hluti, þróast og þroskast í starfi.  Ákjósanlegur aldur fyrir starfið er á bilinu 20 - 30 ára þar sem menntun getur verið allt frá góðu stúdentsprófi yfir í BS gráðu.

Helstu verkþættir og ábyrgðasvið

 • Sala og ráðgjöf
 • Samskipti og samvinna við birgja
 • Vörustýring
 • Miðlun á vöru og lausnaþekkingu 

Þekking, menntun og reynsla

 • Þekking á sölu og þjónustu
 • Þekking á notendabúnaði og lausnum
 • Nám sem nýtist í starfi á sviði viðskipta, verk- og tölvunarfræði eða sambærilegt
 • Góð þekking á MS Office forritum
 • Góð dönskukunnátta kostur 

Færni og eiginleikar til þess að sinna starfinu

 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Geta til að vinna undir álagi
 • Framúrskarandi þjónustulund
Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson, thorir(at)hagvangur.is

Umsóknarfrestur:
Til og með 29.11.2015