Laus störf

 

Vinnustaðurinn Opin kerfi

Opin kerfi sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna auk þjónustu. Opin kerfi býður upp á krefjandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsmenn eru hvattir til þess að vera sjálfstæðir í starfi og hafa töluverð áhrif á eigið starfsumhverfi. Opin kerfi hefur flatt stjórnskipulag sem styður við það jafningjasamfélag sem vinnustaðurinn einkennist af óháð tegund starfa.

 

Einkenni OK týpunnar

OK týpan er einstaklega sjálfstæð í vinnubrögðum, hefur mikinn metnað og er tilbúin að leggja mikið á sig til að ná árangri. Hún vill vera í sigurliðinu og hafa tækifæri til þess að móta starfsumhverfi sitt og hafa áhrif á þá uppbyggingu sem á sér stað hjá liðinu hennar. OK týpan er líka félagsvera sem nýtur sín vel í samhentum hópi þar sem allir leggjast á eitt og hún finnur sterkan samhljóm með gildum fyrirtækisins: Eitt lið, sigurvilji, heiðarleiki og opinn hugur.

Störf í boði

Söluráðgjafi í verslun - Opin kerfi

Starf nr. 12173

Lýsing og markmið:

Starfið felst í tæknilegri ráðgjöf, sölu og afgreiðslu á upplýsingatæknibúnaði og lausnum í OK búð Opinna kerfa. Markmiðið með starfinu er að veita kröfuhörðum viðskiptavinum fyrsta flokks  þjónustu og ráðgjöf við val á búnaði.

Helstu verkþættir og ábyrgðasvið:

 • Almenn afgreiðsla í verslun
 • Ráðgjöf um lausnamengi Opinna kerfa

Þekking  og færni:

 • Reynsla af sölustörfum (skilyrði)
 • Þekking á tæknibúnaði

Æskilegir persónulegir eiginleikar:

 • Hafa brennandi áhuga á mannlegum samskiptum
 • Geta unnið undir álagi
 • Þjónustulund og jákvæðni
 • Brennandi áhugi á tölvum og tækni
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Sjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum

Menntun og reynsla:

 • Nám eða menntun sem nýtist í starfi
 • Hafa unnið við þjónustustörf að einhverju tagi

Starfið

Starfið gæti hentað manneskju á bilinu 20-25 ára sem hefur gaman af samskiptum við fólk og áhuga á tækni.  Starfið krefst einstaklings sem er þjónustulundaður og jákvæður að eðlisfari, hefur auga fyrir útstillingu í verslun og þyrstir í að dýpka tæknilega þekkingu á tæknibúnaði.

Vinnutíminn er frá 9-18  og er um framtíðarstarf er að ræða.  Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Opin kerfi

Opin kerfi sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna auk þjónustu. Opin kerfi býður upp á krefjandi og skemmtilegan vinnustað þar sem starfsmenn eru hvattir til þess að vera sjálfstæðir í starfi og hafa töluverð áhrif á eigið starfsumhverfi. Opin kerfi hefur flatt stjórnskipulag sem styður við það jafningjasamfélag sem vinnustaðurinn einkennist af óháð tegund starfa. 

Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson, thorir(at)hagvangur.is
Umsóknarfrestur:
Til og með 15.4.2015