Nýtt flaggskip frá Nokia

Nokia Lumia 930

 

Nokia Lumia 930 er nýtt flaggskip í Lumia línunni frá Nokia/Microsoft sem kom á markað á Íslandi um miðjan júlí. Mjög margar nýjungar er að finna í þessum síma eins og nýjustu útgáfu af Windows Phone stýrikerfinu (8.1).

Öllu því nýjasta og flottasta er til tjaldað í Lumia 930 og má þar nefna 20 megapixla Carl Zeiss myndavél sem í myndbandstöku, tekur upp hljóð með 4 hljóðnemum í 5.1 Dolby Surround.

Ekkert er til sparað í rafhlöðu, örgjörva og vinnslugetu í símans almennt en auk þess skartar hann 5” AMOLED 1080p “Full HD ClearBlack” skjá sem einstaklega þægilegt er að lesa á, jafnvel undir sterku sólarljósi. Skjárinn er rispuvarinn með Gorilla Glass 3 gleri.

Með Lumia síma getur notandinn samhæft öll sín Microsoft tæki sem gerir upplifunina við notkunina mjög skemmtilega og notendavæna auk þess að gott er að hafa aðgang að ljósmyndum og Office skjölum svo dæmi sé tekið á öllum tækjunum, símanum, tölvunni, spjaldtölvunni og jafnvel Xbox leikjatölvu.

Nokia Lumia 930 er fáanlegur í 4 litum, Svartur, Hvítur, Grænn og Appelsínugulur. Vel hefur verið tekið á móti á Nokia 930 er hann fáanlegur í helstu símaverslunum hérlendis.

 

Opin Kerfi er umboðs- og þjónustuaðili Nokia á ÍslandiNánari upplýsingar veitir Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri Nokia hjá Opnum kerfum,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="line-height: 1.3em;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánar um Nokia Lumia 930: http://conversations.nokia.com/2014/04/02/nokia-lumia-930-simply-the-best-of-microsoft-and-lumia/ og http://www.nokia.com/global/products/phone/lumia930/?dcmpid=omc-smc-youtube.lumia930

Nánar um Windows phone 8.1: http://www.windowsphone.com/en-us/features-8-1

RSS veita