Tölvumiðlun semur við Opin kerfi um alrekstrarþjónustu

 

Tölvumiðlun sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum hefur samið við Opin kerfi um alrekstur á sínum upplýsingatæknikerfum. Þjónustan nær yfir allan miðlægan rekstur Tölvumiðlunar, rekstur fyrir viðskiptavini ásamt útstöðvarþjónustu fyrir starfsmenn.

Sterkur samstarfsaðili

„Við val okkar á samstarfsaðila var mikilvægt fyrir okkur fá með okkur í lið sterkan bakhjarl með breiða og góða þekkingu. Með því að úthýsa þessum þætti starfseminnar teljum við okkur vera betur í stakk búna til að einbeita okkur en betur að okkar kjarnastarfsemi sem er að smíða, þróa og afhenda öflugar hugbúnaðarlausnir. "Opin kerfi hefur í gegnum árin byggt upp öfluga þjónustu og orðstír á þessum vettvangi og niðurstaða okkar var að ganga til samstarfs við þá", segir Brynjar

Eitt öflugasta hugbúnaðarhús landsins

„Það er okkur mikil ánægja og heiður að eitt öflugasta hugbúnaðarhús landsins hafi valið Opin kerfi sem sinn helsta samstarfsaðila til að reka sín tölvukerfi. Okkar hlutverk verður að styðja þetta fyrirtæki til frekar vaxtar með hnökralausum rekstri og góðri þjónustu. Opin kerfi eru í mikilli sókn og við hlökkum til þessa skemmtilega verkefnis", segir Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Frá undirskrift samningsins.

RSS veita