Löggan komin á spjöld sögunnar

 

 


Lögreglan velur HP ElitePad frá Opnum kerfum
 

Allir nýir lögreglubílar landsins munu vera með spjaldtölvur en Ríkislögreglustjóri gerði nýverið samning við Opin kerfi um kaup á HP ElitePad spjaldtölvum. Stefnan er að allir lögreglubílar á landinu verði með spjaldtölvur og gerir það hraðasektun og sektun vegna annarra umferðarlagabrota mun einfaldari og hraðvirkari.

 

Lögreglan kaupir HP ElitePad af Opnum kerfumÁ mynd Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Sigurgísli Melberg, forstöðumaður notendalausna OK.

 

 

Gríðarlegur vinnusparnaður

Spjaldtölvunum fylgir mikill vinnusparnaður hjá lögreglunni þar sem unnt verður að fletta upp einstaklingum strax á staðnum og ganga frá sektinni. „Í dag erum við með blað og penna til að skrifa sektina og svo er farið inn á skrifstofu eftir vakt til að skrá sektina inn í kerfi. Með spjaldtölvunum getum við hins vegar skráð sektina strax inn í kerfið og er því ekki þörf á frekari eftirvinnslu“, segir Guðmundur Andrés Jónsson, tæknilegur tengiliður Ríkislögreglunnar. Um 20.000 hraðasektir eru gefnar út á ári hverju og tekur um 15-20 mínútur að skrá sekt á staðnum og svo aðrar 15-20 mínútur til að ganga frá skráningunni á lögreglustöðinni. Með tilkomu spjaldtölvanna styttast vinnustundirnar við hraðasektun úr hátt í 40 mínútum í 5 mínútur.  „Við erum mjög stolt af því að Ríkislögreglan valdi HP ElitePad vélarnar í bílana sína en þær þykja einstaklega léttar og meðfærilegar og henta því fullkomlega fyrir lögregluna. Við erum ánægð með að geta létt undir hjá lögreglunni og gert vinnuumhverfi þeirra og starf auðveldara“, segir Sigurgísli Melberg, forstöðumaður notendalausna hjá Opnum kerfum.

 


Á undan sinni samtíð

Lögreglan á Íslandi er framar á þessu sviði heldur en önnur lönd og finnur fyrir miklum áhuga frá starfsbræðrum sínum alls staðar að úr heiminum. „Við erum í fararbroddi á þessu sviði miðað við önnur lönd og eru t.a.m. nágrannalöndin að fylgjast vel með okkur. Við ákváðum að fara í HP ElitePad vélarnar frá Opnum kerfum þar sem þeim fylgir aukabúnaður sem hentar vel í bílana og tenginguna, svo hentaði líka stærðin á skjánum fullkomlega fyrir lögreglukerfið sem við notum“, segir Guðmundur. Í framtíðinni munu allir lögreglubílar vera með spjaldtölvu og verður búið að þróa kerfið einnig fyrir önnur brot t.a.m. einfaldari þjófnaðarmál.Um Ríkislögreglustjóra

Embætti ríkislögreglustjóra var stofnað 1. júlí 1997. Hlutverk ríkislögreglustjóra er skilgreint m.a. í 5. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Meginhlutverk embættisins er að leiða lögregluna í landinu og standa vörð um öryggi borgaranna. Ríkislögreglustjóri fer með daglega yfirstjórn lögreglu og almannavarna. samkvæmt lögreglulögum.Um Opin kerfi

Opin kerfi var stofnað árið 1985 og fagnar því 30 ára afmæli á þessu ári. Fyrirtækið hefur meðal annars verið dreifingar- og þjónustuaðili fyrir HP í aldarfjórðung og hefur á að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Opin kerfi er samstarfs- og þjónustuaðili Verne Global þar sem hýsingarlausnir fyrirtækisins og innri kerfi eru rekin í einu fullkomnasta gagnaveri heims í dag.

Allar nánari upplýsingar um HP ElitePad veita ráðgjafar okkar í s. 570-1000 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

RSS veita