Fyrirtæki mannúðar 2014


Þann 18. nóvember síðastliðinn fékk Opin kerfi viðurkenningu fyrir veittan stuðning við Fjölskylduhjálp Íslands – Fyrirtæki mannúðar 2014.  Það er gaman að gefa og sérstaklega þegar góðverk fer á þá staði sem þess svo þurfa.  Öllum er okkur ljóst að eymd og erfiðleikar hafa steðjað að stórum hluta íslenskra fjölskyldna í nokkur ár.  Flestir þekkja til einhverra sem hafa verið í þeirri stöðu að þurfa aðstoð.  Við erum því stolt af því að geta látið gott af okkur leiða og um leið þakklát fyrir samtök eins og Fjölskylduhjálpina sem leggja öðrum lið. 

Nýr vernd­ari Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands var kynntur til sögunnar, Mar­grét Hrafns­dótt­ir og var það til­kynnt við at­höfnina í Ráðhús­inu. Í dag voru jafn­framt fyr­ir­tæki verðlaunuð sem hafa styrkt Fjöl­skyldu­hjálp með ein­um eða öðrum hætti. Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands, seg­ir Mar­gréti vera himna­send­ingu fyr­ir sam­tök­in. Nýtt verkefni Íslands­for­eldri var einnig kynnt en það snýst um að safna pen­ing í sér­stak­an sjóð fyr­ir barna­fjöl­skyld­ur. Hug­mynd­in á bakvið Íslands­for­eldri er að safna í sér­stak­an sjóð sem ger­ir Fjölskylduhjálpinni kleift að kaupa fisk, kjöt, græn­meti, ávexti og lýsi og reyna að koma þess­ari mat­vöru til barna­fjöl­skyldna.

Það þarf oft ekki mikið rétt eins og dæmin sanna, höldum áfram að hugsa vel um náungann og við óskum öðrum fyrirtækjum mannúðar til hamingju með nafnbótina.    

Gunnar Guðjónsson og Ólafur Ragnar Grímsson

Mynd frá afhendingunni, Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa og Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson


Hér má einnig sjá stutt myndskeið frá athöfninni.

RSS veita