Opin kerfi er fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015


Opin kerfi er fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015Opin kerfi
er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR í hópi stærri fyrirtækja árið 2015. Árlega veitir VR efstu fyrirtækjum í könnun sinni á fyrirtækjum ársins viðurkenningu fyrir frammistöðuna og tóku Gunnar Guðjónsson, forstjóri og Elín Gränz, mannauðsstjóri við viðurkenningu frá félaginu í Hörpu í gær. Á síðasta ári varð fyrirtækið hástökkvari ársins í flokki stærri fyrirtækja og fylgir því eftir þeim árangri með glæsibrag og fór úr 59 sæti í það 21 yfir fyrirmyndarfyrirtæki og nú árið 2015 stökk félagið upp í 6. sæti sem var mikið ánægjuefni fyrir stjórnendur og starfsfólk.

Eins og segir á vef VR eru fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn „Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015“

Þessi nafnbót hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut og að vinna markvisst að því bæta okkur á öllum sviðum og vinna eftir þeim gildum sem við höfum sett okkur. Við þökkum þennan árangur frábæru starfsfólki og stjórnendateymi.


 

Allar nánari niðurstöður könnunarinnar má finna á vefsíðu VR, http://vr.is/kannanir/fyrirtaeki-arsins-2015/fyrirmyndarfyrirtaeki-2015/.

RSS veita