30 ára afmælisráðstefna Opinna kerfa

 


Fjölmenni var á 30 ára afmælisráðstefnu Opinna kerfa í Borgarleikhúsinu föstudaginn 11. september síðastliðinn. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra var á dagskránni en undirliggjandi þema ráðstefnunar snéri að gagnaversiðnaðinum með tilliti til sjálfbærrar endurnýjanlegrar orku og hagstæðrar legu landsins.

Lykilstaða Íslands með tilliti til staðsetningar milli helstu markaðssvæða heimsins, góðra tenginga við umheiminn, tæknilegra innviða og menntunarstigs þjóðarinnar er í kjörin til að taka við fjölbreytilegum verkefnum frá alþjóðlegum erlendum viðskiptavinum sem líta til landsins sem vænlegan kost þegar kemur að þeirri þjónustu sem veitt er í gagnaverum.

Lesa meira

Opin kerfi er fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015

 

Opin kerfi er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR í hópi stærri fyrirtækja árið 2015. Árlega veitir VR efstu fyrirtækjum í könnun sinni á fyrirtækjum ársins viðurkenningu fyrir frammistöðuna og tóku Gunnar Guðjónsson, forstjóri og Elín Gränz, mannauðsstjóri við viðurkenningu frá félaginu í Hörpu í gær. Á síðasta ári varð fyrirtækið hástökkvari ársins í flokki stærri fyrirtækja og fylgir því eftir þeim árangri með glæsibrag og fór úr 59 sæti í það 21 yfir fyrirmyndarfyrirtæki og nú árið 2015 stökk félagið upp í 6. sæti sem var mikið ánægjuefni fyrir stjórnendur og starfsfólk.

Eins og segir á vef VR eru fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn „Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015“.

Lesa meira